- Uncategorised
- Posted
- Hits: 10565
Örvar Ingólfsson
Forsvarsmaður Eignaskiptingar ehf er Örvar Ingólfsson húsasmíðameistari og matsfræðingur . Örvar hefur auk þess löggildingu samkvæmt lögum nr. 26/1994 í gerð eignaskiptayfirlýsinga síðan 1996. Reynsla Örvar allt frá 1996 eða í 16 á er mikil í gerð eignaskiptayfirlýsinga. Frá 200 íbúðum fyrir Byggingarfélag námsmanna til Skíðaskála ÍR og Víkings í Bláfjöllum og allt þar á milli. Samhliða gerð eignaskiptayfirlýsinga hefur hann gert skráningartöflur vegna ýmisa mannvirkja. Sem dæmi má nefna Árbæjarsundlaug og Hljómahöllin í Reykjanesbæ. Ekki má gleyma öllum einbýlishúsunum og sumarbústöðum víðsvegar um land. Einnig hefur Örvar margra ára reynslu úr verktakastarfsemi auk þess að hafa starfað um hríð sem mælingamaður hjá Félagi byggingariðnaðarmanna í Hafnarfirði sem síðar sameinaðist Félagi iðn og tæknigreina (F.I.T ). Þar var mælt upp fyrir smiði, múrara og pípulagningarmenn. (uppmæling). Eignaskipting ehf býr því yfir yfirgripsmikilli reynslu og góðri þekkingu á uppmælingarkerfum iðnarmanna, sem nýtist við kostnaðarmat. Örvar hefur lokið diplómanámi frá Háskólanum í Reykjavík sem skoðunarmaður fasteigna, kostnaðarmatsmaður, tjónamatsmaður og dómkvaddurmatsmaður. Námið gefur heitið Matsfræðingur. Áður var Örvar í Háskóla Íslands í Matstækninámi. Þessi nám eru sérsniðin fyrir skoðun fasteigna og að reikna út kostnað við hugsanlega galla eða það betur má fara. Örvar er félagi í Matsmannafélagi íslands M.F.Í.