- Uncategorised
- Posted
- Hits: 10159
Leigjendur/leigusalar
Eignaskipting ehf hefur um árabil veitt þjónustu til leigusala og leigutaka. Tilgangur þjónustunnar er að leiða í ljós hvort húsnæði sé skilað í eðlilegu ástandi að leigutíma loknum. Skoðunarmaður fasteigna sér um skoðunina.
Við höfum aukið þjónustustigið en ekki hækkað verðið. Öll leiguskoðun er tekinn upp á tölvur og prentaðar út við leiguskoðun á staðnum. Rafræn afrit eru geymd í tölvuverum þannig að þó tölvan týnist eða skemmist eigum við alltaf afrit af skoðunum. Þetta er hagræðing fyrir leigufélög þar sem útskoðun útprentuð og vel skýr getur gagnast sem gátlisti leigusala um það sem aflaga hefur farið og laga þarf, ef svo er. Við svona framkvæmdar leiguskoðanir er nánast útilokað að skemmd sem er við útskoðun og aftur við innskoðun fari framhjá skoðunarmanni.
Eftirfarandi er gróf lýsing á leiguskoðunum.... allt ritað inn í tölvur og prentað út á staðnum.
1. Skoðun á leiguhúsnæðinu við leigubyrjun.
Gerð er einföld skýrsla um ástand húsnæðis og getið um skemmdir ef eru.
Farið er yfir þrif húsnæðisins.
Skápar og aðrar hirslur opnaðar og skoðaðir.
Virkni tækja athuguð.
Aðilum boðið að koma með athugasemdir.
Afrit fá fulltrúar leigutaka og leigjanda strax að skoðun lokinni.
2. Skoðun á leiguhúsnæðinu við leigulok.
Gerð er einföld skýrsla um ástand húsnæðis og getið um skemmdir ef eru.
Farið er yfir þrif húsnæðisins.
Skápar og aðrar hirslur opnaðar og skoðaðir.
Virkni tækja athuguð.
Aðilum boðið að koma með athugasemdir.
Afrit fá fulltrúar leigutaka og leigjanda strax að skoðun lokinni.
3. Strax við þessa skoðun kemur í ljós hvort skemmdir eru umfram eðlilega hrörnun.
Ef í ljós koma skemmdir umfram eðlilega hrörnun er gerð kostnaðarmatsskýrsla.
Kostnaðarmatsmaður gerir skriflega matsskýrslu og tilgreinir kostnað við lagfæringar.
Kostnaðarmatsmaður og skoðunarmaður fasteigna er oft sami maður en hefur lokið námi í báðum námskeiðunum
Starfsmaður Eignaskiptingar ehf hefur nú lokið námskeiði í Tjónamati hjá Háskólanum í Reykjavík.
Skoðunarmaður fasteigna hefur staðfestingu Háskólans í Reykjavík um lúkningu samheita námskeiðs.
Kostnaðarmatsmaður hefur staðfestingu Háskólans í Reykjavík um lúkningu samheita námskeiðs.