Hvort sem er seljandi eignar eða kaupandi ættu, ef ekki er til nýleg eignaskiptayfirlýsing að yfirfara stærðir eignarinnar.
Einfaldast er að hafa samband við Eignaskiptingu ehf og þá eru teikningar sóttar og stærðir ( birt stærð) eignarinnar reiknuð samkvæmt núgildandi reglum. Þetta fyrirbyggir vandræði seinna mer.
Fasteignasalar fara eftir skráningu Fasteignaskrá Íslands og setja þá stærð í auglýsingar og söluyfirlit. Stærðir sem þar eru eru reiknaðar á hinum ýmsu tímum og eftir þágildandi reglum. Stærðir þar eru þessvegna ekki alltaf réttar miðað við núgildandi reglur. Álögð fasteignagjöld eru reiknuð frá birtri stærð.