- Eignaskoðun
- Posted
- Hits: 9647
Matsstörf
Mat á eignum eru margskonar og tilgangur mats margbreytilegur. Þar má nefna mat á gæðum verks og eða upphæð reiknings. Mat á skilum með tilliti til söluyfirlits fasteignasala eða upplýsingar á skilalýsingum verktaka.
Alveg er sjálfsagt fyrir kaupanda eignar að fá faglegt álit frá skoðunarmanni fasteigna um frágang og skil á eign sem verið er að selja og ekki síður á nýrri eign, en eldri. Þar er oft talað um fullbúið hús að utan með grófjafnarðri lóð. En hvað þýðir þetta og er vissa hjá kaupanda að svo sé. Hvað með úttektir og annað sem snýr að opinberu eftirliti. Allt þetta er skoðað og metið á faglegum grunni.
Fyrir seljanda er traustvekjandi að fá ástandsskoðun á eign sinni áður en hún er seld. Þar kemur fram ástand hennar og íbúðin verðlögð samkvæmt því. Eftirmáli kaupanna verða því engin. Ef skoðunin er gerð seinna og að beiðni kaupanda er ekki ólíklegt að eitthvað komi í ljós. Kaupandi vill lækkun kaupverðs og jafnvel riftun ef útkoma skoðunnar er slæm.
Þegar ástandskoðun er gerð af Eignaskiptingu ehf eru stærðir staðfestar með tilliti til núgildandi laga. Fullvissa verður því hjá hvort sem er kaupanda eða seljanda að í öllu falli er stærð eignarinnar rétt og ekki ástæða seinna að deila um það þó eignaskiptasamningur verði gerður og stærðir breyttust frá skráningu FMR.
Eignaskipting hefur um árabil skoðað eignir sem eru til útleigu. Við vísum á sérvef sem Eignaskipting ehf stendur fyrir um leiguskoðun.
Samskonar ástandslýsing er notuð þegar kaupendur taka við nýjum íbúðum. Þar kemur fram ef t.d. eldhúsplata er rispuð, höggvið uppúr flísum á gólfi eða skemmd er í hurð, þannig að ekki kemur til ágreiningur seinna meir þegar í ljós kemur. Það er nokkuð víst að það gerist.
Þetta er ódýr leið til að sleppa við ágreining og getur hvort sem kaupandi eða seljandi fengið þessa þjónustu.
Kostnaður við ástandsskoðanir eru breytilegar eftir umfangi þeirra. Fullyrðum við þó að þær borgi sig.