- Uncategorised
- Posted
- Hits: 6387
Ástandsskoðun dæmisaga
Lítil dæmisaga um ástandsmat áður en kauptilboð er gert.
Dæmisagan er raunveruleg.
Ungur kaupandi leitaði til Eignaskiptingar ehf um aðstoð við kaup á raðhúsi á góðum stað í bænum. Sölulýsing gerð af fasteignasala sagði húsið mikið endurbætt og í góðu ástandi að utan.
Raunveruleikinn er ekki alveg sá sami. Vissulega voru eldhúsinnréttingar endurnýjaðar ásamt fleiru. Húsið þarfnast málunar og lagfæringar að utan, ekki kom það fram á söluyfirliti. Þó er sýnu verst að leki er í vegg milli aðliggjandi raðhúss og í útvegg. Vatnskemmdir voru sýnilegar í veggjum og raki mældist þar. Sölulýsingin sagði ekkert um þetta atriði. (hér líkur raunveruleikanum)
Ef við hugsum aðeins fram í tíman og kaupsamningur hefði verið gerður. Nýr eigandi tæki við húsinu tómu og sér þá þessar skemmdir. Hann er auðvitað ekki sáttur við að kaupa lekt hús. Vill fá afslátt frá seljanda sem hann vill sennilega ekki veita. Málið endar hjá Héraðsdómi sem fellir dóm. Annar aðilinn er ekki sáttur við málalok og vísar málinu til Hæstaréttar......
Tíma aðila málsins er óskaplega illa varið vegna heimsókna til lögmanna og tilheyrandi aðila s.s. dómkvaddra matsmanna og svo framvegis. Fyrir utan vanlíðan og leiðindi sem skapast af málaferlum og svo ekki sé minnst á þann kostnað sem svona mál leiða af sér. Fyrir aðra er þetta auðvitað sóun á almanna fé.
Ástandslýsingin sem Eignaskipting ehf gerði er til að lýsa hlutlaust ástandi hússins eins og það er í. Ekki gerð fyrir seljanda né kaupanda til ávinnings. Hlutleysi er gætt svo og staðreynda. Með skýrslunni er málið opnað og gengið frá því áður en til ofangreinda atriða kæmi.
Eignaskipting ehf er á þeirri skoðun að seljandi eigi að láta gera svona ástandsmat til að sýna væntanlegum kaupendum.
Fasteign sem hefur verið ástandskoðuð af til þess bærum aðilum ætti í augum kaupenda að vera álitlegra og seljandi trúverðugri. Minni líkur eru á og líklegast engar, að eftirmáli væri eftir slík viðskipti. Til hagsbótar fyrir þjóðarbúið.