Mat fasteignar

Ástæða er að láta fagmann skoða eign fyrir kaup.

Lítil dæmisaga um það. Góð íbúð á góðum stað í Rvk var auglýst til sölu. Kauptilboðsgjafi hafði samband við Eignaskiptingu ehf og bað um ástandsskoðun. Við skoðun var ljóst að íbúðin var falleg, björt og vinaleg. Öll nýstandsett og allt tekið í gegn. Nýr kvistur settur upp og þak einangrað. Allt leit því vel út. Við nánari skoðun kom í ljós að teikningum og smíði á kvist bar ekki saman. Þá vorur úttektir byggingafulltrúa skoðaðar og kom þar í ljós að ekki var gefið út byggingaleyfi fyrir kvistinum og engar úttektir fyrir hendi. Þetta heitir þar á bæ "óleyfisbygging". Smíði glugga er þannig háttað að stór hætta er fyrir hendi. Ekki er ráðlegt að kaupa þessi vandræði yfir sig. Í öllu falli er betra að vita hvernig þessum málum er háttað áður en eftir.

Bregðast verður hratt við þegar vart verður við skemmdir. Nú býðst auðeldari, nákvæmari og hagkvæmari skoðun með dróna.

Með dróna er hægt að skoða fúa og steypu skemmdir, þak skemmdir, glugga skemmdir, skemmdir á rennum ásamt mörgu fleiru. 

Það borgar sig að skoða málið áður en það er orðið of seint.